Thursday, April 19, 2007

Dot a tombolu

Það er eitthvað svo yndislegt og æðislegt við það að kaupa dót á tombólu. Krakkar sem að nenna að standa í því í dag að vera að safna dóti á tombólu til þess að hanga svo fyrir utan einhverja sjoppu eða búð og reyna að selja fólki, sem yfirleitt á hraðferð, eitthvað drasl á heiður skilinn. Mér persónulega finnst ótrúlega gaman að kaupa dót á tombólu og í þau síðustu þrjú skipti sem ég hef verið stoppuð og beðin um að kaupa varning á verðbilinu 50-200 krónur hef ég ekki hugsað mig tvisvar um og snarstoppað til að kíkja hvað er í boði. Það sem ég hef haft út úr þessum viðskiptum í þessi þrjú skipti er rauð taska sem ég hef notað mikið, gulllitaðir eyrnalokkar sem ég hef ekki notað alveg eins mikið. Einhver sadisti sem aðhyllist fullyrðingunni "beauty is pain" (sem það þarf engan veginn að vera) hefur líklega búið þá til því að þeir eru klemmueyrnalokkar sem að virka svipað og það sem á skrifstofumáli er kalla gatari, meira svona eins og lélegur gatari sem að nær ekki alveg að gata í gegn...ái! Allavegana, í fyrra fjárfesti ég svo í risastóru, silfurlituðu vasadiskói og bara núna í þessari viku datt ég niður á dúndur tómbólu í Grímsbæ. Þar fann ég mega töff Star Wars armbandsúr sem að ég hef ekki látið frá mér síðustu dag og hef nú þegar bundist tilfinningaböndum. Ég mundi giska á að allur þessi varningur hafi kostað sirka 500 krónur...ha..geri aðrir betur!

Tuesday, April 03, 2007

Ófarir

Vá kreisí dagur á enda! Sem betur fer. Hann byrjaði á því í morgun að ég fór í próf í aðferðafræði sem ég var eiginlega ekkert búin að læra undir. Ætlaði að gera það á sunnudaginn en sökum yfirþyrmandi þynnku og þreytu var það gjörsamlega ógerlegt. Líkami minn bara vildi ekki standa upp úr rúminu og hvað þá labba inn í stofu til þess að taka bækurnar upp úr töskunni og fletta eitthvað í þeim, glætan! Í staðinn svaf ég til kl.18 og fór svo í lambalæri til mömmu og fékk bestu brúnu sósu sem ég hef smakkað lengi, betra en allt annað soð og majonesdrull (reyndar er mayones vinur minn) sem ég hef látið inn fyrir mínar fögru og bústnu varir!
Í morgun var ég hins vegar búin að skipuleggja gögnin mín dálítið vel fyrir prófið þannig að ég var með gott aðgengi í það að finna svörin. Snilld, þessi gagnapróf. Eftir prófið hnoðaði ég svo saman skýrslu, páerpojnt sjói og fyrirlestri sem ég var næstum því búin að kúka á mig vegna þegar talvan mín fékk drullu og vildi ekki gera eins og ég bað hana þannig að ég rétt svo náði að senda mér allt klabbið til þess að skila því og sýna samnemendum mínum í tíma. Þar lýsti ég svo óförum mínum við gerð verkefnisins sem vakti mikla kátínu í bekknum, ótrúlegt hvað fólk nennir að hlæja að óförum annarra. Ég er kannski engin undantekning þar á. Missti mig aðeins úr hlátri þegar Sibbi var að reyna að pósa sem Górilla við skrifstofustörf um daginn og ég ætlaði að taka mynd af honum en þá rak hann lúkuna sína í kaffibolla á skrifborðinu sínu sem fór allur yfir hann. Ég hló samt svo mikið, og slefaði örugglega, að ég gleymdi að smella af þannig að það er ekki til nein mynd af Zippo með górillugrímuna, allur útataður í kaffi og símtólið hangandi niður á gólf...nema í hausnum á mér.