Friday, February 17, 2006

Afi Blússi

Ég vinn í holu. Ég kem hingað inn á morgnanna 3svar í viku og kveð þá dagsbirtuna fram á kvöld eða síðdegi. Hvernig er hægt að ætlast til að maður sé alltaf í góðu skapi þegar svona er ástatt. Veit'iggi! En hvað um það. Helginn er á næsta leiti og er Herbertinn nær fullbókaður í vinnu og lærdóm en ætlar þó að gefa sér tíma í Júróvísjón geðveikina. Talandi um það. Af hverju er/var fólk að æsa sig yfir Silvíu Nóttar málinu. Skil'iggi! Það fólk ætti bara að fara beint heim í beddann og dúsa(nýtt unglingaslangur, þýðir að sofa eða leggja sig) í nokkra mánuði. Vakna svo bara um miðjan maí og láta lítið fyrir sér fara. Ég vorkenni bara mest hinu fólkinu sem er að fara að keppa þarna á morgun. Allir að taka þetta rosa alvarlega og reyna að gera sitt besta. En Hebbi hefur lúmskan grun um að fólk á aldrinum 10-30 ára eigi í miklum meirihluta eftir að kjósa Silvíu. Persónulega finnst mér brandarinn í kringum hana alveg að verða búinn en ég er annsi hrædd um að ef hún skyldi vinna að þá eigi eftir að verða Silvíu Nætur Sprengja á Íslandi líkt og þegar Birgitta fór í Júróvisíon. Hjúkket að ég verð ekki að vinna á leikjanámskeiði í sumar sökum þessa. Mundi ekki meika gríslingana syngjandi Silvíu og takandi upp taktana hennar:-/ En þetta er allt bara EF. Hver veit? Svo vinnur kannski bara súpersmellurinn 100% hamingja með Idológeðinu Heiðu eða hitt ógeðið úr Idolinu sem er með prikið í rassinum, man ekki hvað lagið heitir. Ókei, hætt að röfla. Ætla að kveikja á þunglyndislampanum hérna og reyna að hressast.Ætti kannski aðeins að dúsa í hausinn á mér og ná gleðinni. Ble.
Þetta er ég á Valentínusardaginn. Sjáiði hvað ég fékk mikið af blómum, bjó mér bara til hatt og trefil úr þeim!

Monday, February 13, 2006

Take That For Ever!

Já í dag eru heil 10 ár frá því að ég fór í skólann og féll í faðmlög við vinkonur mínar Gunnu og Þurí. Nokkur tár létu sjá sig en svo hristum við það af okkur og fórum í stærðfræðitíma hjá Kristínu Davíðs. Hehe. Já, þá hættu Take That. Á afmælisdaginn hans Robbie. Frekar lélegt af þeim. Svo á blaðamannafundinum þóttust þeir ekkert vita að hann ætti afmæli þennan dag. Bullshit! En já minn maður er 32 ára í dag, híhí. Einu sinni var ég 15 ára og hann 21 árs hehe!!
Til hamingju með þennan merkis dag þið sem viljið. Ble.

Friday, February 10, 2006

Skunnkurinn Pulli

Þá er afmælið mitt afstaðið. Vil ég þakka þeim frábæru vinum mínum og velunnurum sem létu sjá sig í Laugardalnum á laugardaginn. Þvílíkt stuð. Ég var með harðsperrur langt frameftir vikunni, eiginlega útum allt. Kúnstirnar létu svo sannarlega ekki á sér kræla í sundinu og á skautunum og var líka geggjað að fá kveðju í hátalarakerfinu á svellinu:-) Vikan er búin að líða á hefðbundinn hátt. Eitt skróp, einn fitubollufundur, ein fíluferð í Apple búðina og afmælispakki frá Liverpool (takk Gunna mín;-) Í kvöld er það svo vinna en á morgun er það hittingur með Húlíóa-genginu. Þeir eru metrómenn og fíla'ða og ég fíla'ða, töff! Við ætlum að bleita aðeins í okkur, þenja svo raddböndin og reyna á kunnáttu okkar í bössinum! Að lokum verður eflaust tekin nett sveifla á vel völdu dansgólfi í 101. Topp! Leiter. Góða helgi. Herbs.

Wednesday, February 01, 2006

Hvað er þá á seiði/seyði. Ég vinn með manni sem neitar að skrifa y-i þannig að núna ætla ég að neyta að skryfa venjulegt-i. Hvað er annars að gerast úty ý hynum stóra heymi hjá ykkur snúðar? Það helsta hjá mynny er að ég er að myssa myg ý myndavytleysu hérna á þessary blessuðu sýðu. En þyð hafyð bara gaman af þvý ekky satt? Vá þetta er fáránlegt, þetta y-dæmi, hýhý. En já ég á afmæly á sunnudagynn og af þvý að ég er svo mega mykyð afmælysbarn þá er ég að upplýsa það hér að ég eygy afmæly bráðum þannyg að þyð gleymyð þvý ekki:-) En vegna þess að það er bjánalega erfytt að skryfa svona ætla ég að hætta núna.

Láttu þér lýða vel, þvý lýfyð tyl þess er, trúðu mér...(haha, nú eru allyr með lagyð gamla með Stjórnynny á heylanum)

Fleiri stemningsmyndir úr mínu frábæra lífi.




Að faðma tré, jólatré.

Að saga tré, jólatré. Passaðu trefilinn.

Tvær töff! Önnur samt aðeins meira..

Hvað er að gerast hér...!