Tuesday, July 24, 2007

Vá!

Er á bókhlöðunni í opnum skóm og stuttermabol en þó hettupeysu yfir og það er fokking helli, helli rigning! Meika ekki skít að fara út... hjálp!
Ég er búin að vera ýkt dugleg að leita að heimildum fyrir ba-ritgerðina mína og nú langar mig heim að borða. Omg, hvað skal gera. É' bara veit iggi!!

Hey! Hundur, lánaðu mér þetta gula!!

Sunday, July 01, 2007

Líkami og sál

Áðan var ég í himnaríki!
Já, hvar... það var ekki í faðmlögum föngulegs karlmanns, ó nei. Það var ekki upp í sófa umvafin snakkpokum og nammi og það var heldur ekki úti í náttúrunni með lóu söng í bakgrunni og vindinn leikandi um grassléttur og sóleyjarhaf (þó svo að ég væri alveg til í all of the above!)
Ég var stödd í baðstofunni í Laugum, eins klént og það hljómar. Byrjaði á þvi að fá þetta líka netta og þokkalega frábæra nudd frá virkilega föngulegum manni sem talaði ensku og vildi vera að tala um veðrið á Íslandi. En ég bara hummaði þangað til hann fattaði að ég nennti alls ekki að vera neitt að spjalla. Svo gerði hann bara vinnuna sína og ég verð að hrósa honum hér með, þú stóðst þig vel strákur! Eftir þetta himneska hálftíma nudd fór ég svo í fylgd vinkonu í baðstofuna og þar þræddum við hverja sánuna á fætur annari og prufuðum hinar ýmsu tegundir af sturtun. Lagði þó ekki í finnsku sturtuna sem er fata full af ís-ísköldu vatni, tékka á því næst. Þegar við vorum búnar að athuga með mintu-sánuna, frumskóar-sánuna, appelsínu-sánuna, allar stillingarnar á heitapottinum, hin ýmsu steypiböð og fótabaðið lögðumst við í lazy-boy stofuna þar sem arinn vermir á manni lappirnar dottaði ég aðeins og þar með lauk þessum himneska degi.
Þá er bara spurningin hvers vegna í ósköpunum maður gerir þetta ekki oftar. Ég hef alla veganna ákveðið að gera þetta tvisvar á ári hið minnsta.

þessir menn voru ekki í baðstofunni en það hefði engu að síður vakið mikla lukku ef svo hefði verið.