Friday, March 24, 2006

Hvað er að vera ofurvæminn? Ég á einn vin sem segist ekki þola stelpur sem eru ofurvæmnar. Honum finnst allt í lagi að vera pínu væminn, þ.e. að geta aðeins sínt á sér mjúka hlið og verið einlæg en ekki ofurvæminn, god forbid! En hvað er það? Þegar hann loks var inntur eftir því hvað hann væri eiginlega að meina þá var þetta niðurstaðan; "sko, það eru bara stelpur sem eru alltaf að tala um börn og systur sínar og kettlinga (nei, ég man ekki hvort hann sagði kettlinga en ég ákvað að stinga því inní) og hringja í kærstann sinn þegar hann er að djamma bara til að segja honum að hún sé heima að horfa á Summerland og þá fór hún að hugsa um hann". En ég meina! Börn og systur sínar??. Málið er að hann gat ekki sagt neitt þegar hann átti að útskýra ofurvæmni en á einhvern furðulegan hátt skildi ég hann samt. Mín skýring á ofurvæmni er hins vegar sú að það eru bara einhverjar týpur sem segja alltaf, "ég veit það ekki" og "mér er alveg sama" og "uppáhalds hljómsveit? guð þær eru svo margar,ég veit það ekki, ég er algjör alæta á tónlist" jájá, vertu bara heima og hlustaðu á U2, klappaðu kettlingum og börnum systur þinnar.

Annars held ég að allir eigi sínar ofurvæmnu hliðar. Mín er til dæmis gagnvart því að...já.. klappa kettlingum og kisum bara yfir höfuð. Elska þessi litlu kríli, krúsímúsílúsíkrús...

Á myndinn er systir mín og barnið hennar, ég og sonur minn og einn lítill sætu kettlingur.

Monday, March 20, 2006

Heitur gaur, tarot og lélegasta mynd í heimi


Já helgin er liðin og hún var býsna/bísna(?) fín að þessu sinni. Byrjaði með Árshátíð mannfræði félagsins Ellisworth Huntington. Það partý gekk út á það eitt að haga sér eins og þegar maður var 18 ára og ég held að við höfum slegið heimsmet í trúnóleikjum. Mynd: partýið á föstudaginn.
Svo var haldið í bæinn og sú ferð var árangursrík og fræðandi!
Á laugardag fór ég svo í afmæli til Bylla og þar átti ég í samræðum við tvær aðrar um heitasta gaurinn á Íslandi í dag. Hann er í hljómsveitinni Reykjavík og þið megið geta hver það er sem við náðum að tala um í klukkutíma samfleitt...og slefa. Mynd: hér er verið að tala og slefa yfir heita gaurnum.
Í gær sunnudag elduðum ég og Jósa, sem kom í helgarferð á Seltjarnarnesið, silung og grasker og fleira gott og dóum næstum því úr sælu... Svo tókum við smá tarot session (takk fyrir það Gunna) og enduðum frábæra helgi á því að horfa á hræðilegustu mynd í heimi sem heitir Monster in Law (það er rétt hjá þér Siggi, Nesval er ekkert sérstaklega heit videoleiga)
Sem sagt..bros á vör og gleði í hjarta á mánudegi.

Friday, March 17, 2006

Gamlingjatal

Nú finnst mér ég ekki vera neitt sérstaklega gömul. Árin hlaðast á mann bæði utaná og inní en ég tel mig samt ekki vera neitt sérstaklega mikið eldri í anda en þegar ég var 23ggja. Samt eru litlir hlutir í þessum efnum sem eru farnir að benda til annars. Ég er til dæmis farin að hlægja að Spaugstofunni. Það getur bara þýtt tvennt. Annað hvort hef ég svona hræðilega lélegan húmor eða þá að ég er komin á þann aldur, andlega að ég er farin að skilja þennan húmor. Ég og Jósa vorum til dæmis að horfa á þá félaga um daginn og hlógum og sögðum svo "djöfull eru þeir góðir!" Þetta hefði ekki gerst fyrir ca. 4 árum. Svo er ég farin að fara í göngutúra. Það er kannski ekkert sérstaklega ellilegt fyrir alla en fyrir mig er það það. Mér finnst alveg sértaklega skemmtilegt til dæmis að ganga um hverfið mitt á kvöldin og horfa inn um glugga hjá fólki, þetta er orðið eitt af mínum uppáhalds iðjum. Ok, kannski þýðir það bara að ég er að breytast í "peeping tom" og hefur ekkert að gera með aldur! Eitt í viðbót sem ég var að spá í og það er að ég er farin að nota orðið gamli svona bara eins og maður notaði maður hér áður fyrr. T.d. "hey, gamli hvað ertu að gera?" eða sendi sms og skrifa "hvar ertu gamli?" en það þýðir samt ekki að ég sé að tala við gamalt fólk. Kannski eru þetta allt skírskotanir í það að ég vilji fara að hanga með eldra fólki, hanga heima á laugardagskvöldum og horfa á Spaugstofuna og fara svo út í göngutúra með gamlingjagenginu mínu og kíkja á glugga. Tékka hvað hinir eru að gera á laugardagskvöldum. Ég og gamlingjakrúið mitt á góðum laugardegi að sumri til.

Wednesday, March 15, 2006

Hressandi hversdagsleiki

Ég er í mannfræði. Hvað er mannfræði spyrjið þið kannski. Ég veit ekki svarið, þið verðið bara að googla það til að komast að því. Ég fór til læknis í morgun og þá kom í ljós að hann (heimilislæknirinn minn) skrifaði einhvern tíman mannfræðigrein í erlent tímarit. Hann gaf mér greinina og var augljóslega stoltur af henni. En hann flissaði engu að síður nett framan í mig þegar við vorum að ræða fræðina og námið. Sagði mér líka brandara (veit ekki hvort hann bjó hann til eða hvað!) sem hljóðar svo: Tveir mannfræðingar voru að tala saman, þá sagði annar; " hvað má bjóða þér?", hinn: "eina með öllu takk". Ha ha. Annar var að vinna í pulsuvagni og hinn var að versla af honum...= mannfæðingar hafa ekkert að gera var það sem læknirinn minn var að reyna að segja mér. Og það sem var að mér samkvæmt lækninum er það að ég er með vöðvabólgu í brjóstvöðvunum og þess vegna er mér svo oft illt í lungunum og næ ekki almennilega andanum. Allt þetta stafar af stressi... ohhh þetta er svo spennandi og skemmtilegt þetta líf. Ég er biluð í líkamanum út af stressi, læknirinn segir brandara um námið mitt og ætlast svo til að þetta lagist með smá teigjum og íbúfeni! Ég er ekkert stressuð nei nei, er bara í tilgangslausu námi, keypti mér síma í síðustu viku, hann er bilaður(dauður) og er ekki með bílpróf vegna heimsku. En ég bý úti á landi, vinn hjá íTR (ljósið í lífi mínu) og bankinn var að hringja og bjóða mér í Gullvild (sem er örugglega eitthvað voða lekkert fyrirbæri)...vonandi.

e.s. ef það er einhver þarna úti sem ég hef svikiðum símtal eða eitthvað álíka símatengt þá er það óviljandi. Síminn minn dó um daginn og flest öll númerin mín með honum... hvar er íbúfenið... Myndin er af mér eitthvað að stressa mig við bókalestur..

Tuesday, March 14, 2006

Sælt veri fólkið. Nei ég er ekki hætt. Gleymi þessu oft, nenni ekki stundum og hef ekki tíma (í fæst skiptin samt). En nú verður breyting á. Nenni því samt ekki núna. á morgun í vinnunni....