Tuesday, December 27, 2005

Töff!

Gleðileg jól og farsælt komandi ár kæru vinir og vandamenn. Þá er pakkageðveikinni lokið þetta árið og búið að rífa flest alla pakka upp sem voru valdir og keyptir fyrir helgi. Pælið í því! Maður er heilan mánuð að velta því fyrir sér hvað maður eigi að gefa hinum og þessum fjölsyldumeðlimum og vinum, nostrar við það að pakka inn og gera fínt, skrifa á merkimiða og krulla bönd. Svo er þetta bara allt tætt upp á einu kvöldi og bara búið! Pappírnum, krullinu og merkimiðunum bara hent og "jeij, ég á fullt af nýju dóti"!
En hvað sem þessu líður, þá átti ég virkilega góð jól í faðmi minnar frábæru familíu. Aðfangadagur var ýkt fínn og jóladagur og annar komu sterkir inn í kjölfarið. Núna er það bara vinnan:-( Er hér alein í Bústöðum að reyna að hafa eitthvað fyrir stafni með því að skrifa blogg og gera símahrekki. Er að hugsa um að sækja um vinnu á FM957, ég er svo rosaleg í hrekkjunum! Læt mynd af mér og kórnum mínum fylgja með af því að það eru jól.

Seinna, my kittens.

Monday, December 05, 2005

Sokkatal

Það er svo fyndið hvað það að vera á sokkunum gerir mann varnarlausan. Ímyndið ykkur ef maður væri beðinn um að fara úr skónum þegar maður kæmi inn á skemmtistað. Ekki bara það að lúkkið myndi gjörsamlega fara fyrir bí, heldur myndi mjög líklega blossa upp táfýla af einhverjum og góðar líkur væru á því að enhverjir væru í "vara" sokkum, því þeir bjuggust ekki við því að þurfa að fjarlægja skófatnaðinn. Ég held samt að allir hafi gott af því að vera á sokkunum í kringum annað fólk. Til dæmis mátti hvorki vera á skóm inni í Laugarlæk né á Laugarvatni. Þá var maður strax búinn að opna einhverjar dyr að sálinni með því að eiga samskipti við skólafélaga og kennara berksjaldaður sem maður er á sokkaleistunum. Er ég að missa vitið eða eru þið sammála mér? Er maður jafn töff spásserandi um á sokkunum eða í útpældu heildarlúkki með skóna sem aðal trompið? Aha, er hundurinn kannski grafinn akkúrat þarna!? Það er kannski auðveldara að fara úr skónum fyrir framan aðra þegar heildarúkkið er einmitt ekki útpælt. Þá vill oft svo vera að maður er ekki að fela sig bak við eitthvað lúkk heldur bara tilbúinn að gefa upp þann bita af sálinni þar sem sokkarnir eiga heima... Mér persónulega finnst skemmtilegast núna að vera í ullarsokkum. Bæði er það hlýtt og gott því ég er alltaf í strigaskóm sem getur verið kalt um vetur og svo er svo gaman að spóla og renna sér á ullar sokkum. Var líka að dansa á ullarsokkum á laugardagskvöldið og það er geiðvekt stuð.

Friday, December 02, 2005

Jolin, jolin alls staðar..

Fór á jólatónleika hjá kórnum hennar mömmu í gær. Þeir voru alveg hreint ágætir, ég get alltaf skemmt mér á þessu tónleikum en það er ekki endilega efnisskráin sem heillar mig mest. Þessi kór saman stendur af um 140 hressum kellum sem njóta þess í botn að vera í félagsskap hverrar annarrar. Þær eru á öllum aldri og í öllum stærðum og gerðum. Þegar þær eru að syngja hress lög þá dilla þær sér allar, en ekki í takkt. Þá iðar allur hópurinn, 140 kellur, iðandi hver með sínu nefi og andlitsgretturnar eftir því. Svo ef maður setur móðu á augun, þið vitið tekur úr fókus á augunum þá sér maður bara munnana opnast og þá er hópurinn eins og karakterar úr South Park, það er alveg hilleríus. Eitt sem toppar þetta allt er samt þegar maður fylgist með þeim einni í einu og þá kemur alltaf í ljós að einhver kann ekki textan híhí, samt brosa þær og reyna að hitta á rétta hljóðið þannig að varirnar passa við það sem hópurinn syngur, brill. Ég er kannski rotin týpa fyrir að vera að spá í þessu á tónleikum en ég heyri samt alveg tónlistina þó ég sé að spá í öllu þessu!