Friday, October 28, 2005

Kappa Kappa Gamma

Vá hvað ég er fegin að Airwaves var ekki þessa helgi! Er ekki verið að jödda í mér með þetta veður!!
En allaveganna hellað að gera í lífinu þessa dagana þ.e. skóli og vinna. Er að skrifa ritgerð núna um vígsluathafnir Topp! og fann alveg hillarius bók á bókasafni um sororities í UCLA. Einhver gella sem skrifar hana, fer under cover í skólann. Hún sjálf er 26 ára en er að þykjast vera junior í skólanum transferd from Columbia NY. Stórskemmtileg lesning um geðveikina sem þessu fylgir að reyna að komast í svona systrafélag. Hugsa ósjálfrátt til busavikunnar á Laugarvatni þar sem maður var látinn ganga í gegnum ýmislegt til að vera tekinn í sátt af eldri nemendum skólans. Man þegar ég stóð uppi á borði inní fyrirlestrar sal, örugglega eins og tómatur í framan, þar sem fólk kepptist við að bjóða í mann! Pælið í því, busauppboð. Ég var nú þó heppin því ég kom í skólan á öðru ári og kannaðist því við 2. árs bekkingana. Man líka þegar ég og Alda vinkona vorum að blása á góllfið inni hjá Jöra til að það myndi þorna fyrr eftir að hafa skúrað það. Það myndaðist hópur í kringum okkur, okkur til hvatningar í blæstrinum, Rugl! En við komumst í gegnum þetta ósködduð að mestu og árin sem fylgdu voru hreint ekki slæm..good times:-)
En jæja ætla að halda áfram lesningunni, ble.

Wednesday, October 26, 2005

Klukkrugl

Ég hef verið klukkuð af góðvinkonu minni Guðrúnu Ástu og hér skal því vera fylgt eftir:

1. Ég er sjónvarpssjúk. Tel þessa sýki mína vera á háu stigi og hún er farin að vera til trafala. Kann að mestu sjónvarpsdagskrána alla virka daga utan að, á öllum stöðvum sem ég hef aðgang að þ.e. RÚV, Sjár1 og Sirkus. Það sem meira er, er að það er þáttur sem ég má alls ekki missa af á öllum þessum stöðvum öll kvöld vikunnar(virka daga og sunnudaga). Þannig að ef ykkur vantar að vita hvað er í sjónvarpinu eitthvert kvöldið en eruð ekki með aðgang að dagsrártóli bara give me a call!

2. Ég elska að læra ný orð. Vinn með unglingum og á unglings bróðir þannig að ég er sífellt að læra ný "íslensk" orð. Nokkur dæmi: "Var gaman í gær? Já það var topp", "Úff mér líður alveg hellað", "Auður sem ég leigi með er alveg helluð í grímunni", " OMG, Jói er svo hot í mig", "Djöfull ertu rotinn í grímunni maður!", "Bíddu ertu að jödd'í mér?". Það er sem ég segi, ég verð alveg þvílíkt spennt í grímunni þegar ég læri ný helluð orð, OMG! Topp.

3. Ég er að komast betur og betur að því hvað ég var undarlegt barn. Þegar ég var yngri varð ég að lesa upphátt þegar ég las fyrir próf. Mamma kom stundum inn til mín og var alveg "Hera mín ertu til í að lækka aðeins í þér við erum að reyna að horfa á sjónvarpið". Við erum að tala um mig ca 10, 11,12 ára, alveg steikta í grímunni. Svo var ég með sérstaka tækni til að muna. Það var þannig að ég setti fingurna saman í hrúgu og sagði það sem ég þurfti að muna í fingurgómana og tróð því svo inn í hausinn, tvisvar báðumeginn. Topp!

4. Ég haf aldrei smakkað rjúpu né prófað snjóbretti.

5. Ég á ennþá föt inní skáp frá því ég var í 10.bekk. Er að geyma þau þar til þau koma aftur í tísku! Veit samt ekki afhverju því ég mun aldrei passa aftur í þau og guð minn góður þau er svo ljót, það er ekkert jödd.

jæja þá er þessu rugli lokið, yfir.

Brrrr

Það er svo kalt að ég er frosin.

Tuesday, October 25, 2005

Öppdeit

Helgin var svona:
















Það helsta sem stóð upp úr þessa helgi var: 372 bjórar sem brenndu gat á budduna mína, einn sveittur hambó, einn sleikur (jumm), nokkrar skemmtilegar hljómsveitir, 50 ára afmæli Júróvision:Waterloo valið besta Júróv. lag allra tíma, Spaugstofan hehe, sms maraþon við suma sem áttu ekki skilið sms (ekki samt Siggalingur né Birnulingur), maður sem var búinn að pissa á sig(oj..) p.s. myndin er af Gunnlaugi Arnari Sigurðarsyni í öfugri peysu með bling.

Kvenna"frí"dagurinn var svona:














Áfram stelpur!

p.s. myndin er tekin í Austurstræti

Wednesday, October 19, 2005

Jónas Jónson & co.

Jæja. Helgi búinn með allri sinni vitleysu og vitstoli. Átti góðan laugardag í faðmi vina og samstarfsfélaga mis vitlausa og vitstola en allir jafn góðhjartaðir (á yfirborðinu að minnsta kosti).
Átti í samræðum um daginn við vinnufélaga mína og var umræðuefnið líkamslögun. Hef eitt ófáum mínútum í að skeggræða það við mína ágætu vinnufélaga, þó sértaklega tvo þeirra. Málið var hvort okkur finndist það lögulegra fyrir kvenmann að vera með mjótt mitti og breiðar mjaðmir eða mjóar lappir og smá fitu á maganum. Nú, ræddum við þetta nokkuð en komumst svo sem ekki að neinni niðurstöðu, það reyndar er kannski ekki tilgangurinn í svona umræðu, meira svona hverjum finnst hvað og af hverju. Þannig komst ég að því að einum félaganum finnst vaxtalagið mjóar lappir, pínu fita á maga vera betra (fallegra!?) vegna þess að það er auðveldara að vinna með breiðan maga en breið læri! Vinna með! Hann myndi sem sagt byrja á því að reyna að breyta manneskjunni. Arg.. ég þoli ekki svona. Má maður ekki bara vera með klípíklíp hér og þar án þess að fólk vilji breyta manni eða haldi að maður væri betur komin án smá aukafitu?
ein óggisslega ýkt pirruð ekkað

Friday, October 14, 2005

Helgarpælingar

mmmmm...það er að koma helgi. Ég finn lyktina...mmmm..já. Ég elska lífið um helgar og ég held að karmað mitt (hvað sem það nú er) sé að lagast. Kannski er það bara berta um helgar. Kannski af því að mér finnst lífið skemmtilegra um helgar. Kannski hefði ég frekar átt að heita Helga. ætli lífið væri alltaf skemmtilegt ef ég héti Helga? Nei þá væri það líklega alveg ömurlegt á virkum dögum. Ég ætti kannski að fá mér kött og skíra hann Helga. Kannski ég ætti að skíra hann Helgi Virkurdagur. Ætli ég væri þá búin að tryggja mér skemmtilegheit alltaf? En á helgidögum sem eru ekki um helgar eins og annar í stöffi og uppstigningadagur og þannig, væru þeir þá ömurlegir? Kannski ég skíri köttinn bara Helgi Virkudagur Ársson. Væri ég þá gulltryggð með skemmtilegheit allan ársinshring fyrir lísftíð? Hvað ef kötturinn mundi deyja? Gæti ég bara fengið mér annan eins og ekkert væri? Kannski ég ætti bara að hætti þessu bulli og haldi áfram að vinna eins og ekkert hafi í skorist. ókei. Mynd: ég og kötturinn Helgi Vikudagur Árss.

Góða helgi allir

Thursday, October 13, 2005

Arrrg!

Krappið heldur áfram. Var í leikfimi og taskan mín slitnaði... og ég er á hjóli. Ég er reið og pirruð....

Krapp dagsins








Þetta er mynd af mér að bíða eftir strætó í gær.
Karmað mitt er ekki gott í dag. Veit ekki af hverju. Hvernig er hægt að verðskulda vont karma? Ég er ekki vond manneskja né ill og ég er ekki búin að vera að gera neitt dapurlegt eins og að sofa á daginn og standa mig ekki í skólanum og borða óhollan mat, nei bíddu nú við...
Hvað sem því líður að þá er allt búið að vera á afturfótunum í dag. Samt á hinn undarlegasta máta. Bara einhvern veginn þannig að ég get ekki útskýrt það. Er þetta ekki skemmtileg lesning? Gúggenheimer...!
Hef ekkert skrifað síðan fyrir helgi þegar púkinn var að hreiðra um sig og hann gerði það svo sannarlega. Fór á Októberfest með Sverri, datt íða á bar eftir leikhúsið á fös, ýkt skemmtilegt en afar undarlegt kvöld,nótt og morgun! Svaf svo framm á eftirmiðdag og fór í matarboð á lau. með prinsum allra tíma, úff var farin að sakna húlíóanna minna mikið. Svaf svo til kl.17 og fór þá í mat til mömmu og saknaði Láru sys gífurlega. Sem minnir mig á aðalfréttina. Móðir mín kær er orðin kvikmyndastjarna!!! Hún "leikur" eitt af aðalhlutverkunum í heimildarmyndinni Kórinn eftir Silju Hauks. Frábærlega einlæg mynd um miðaldra kórkellingar. Mæli með henni, meira að segja Númi bróðir hló ýkt mikið. Okkur var að sjálfsögðu boðið á frumsýninguna og svo í netta móttöku í Ráðhúsinu þar sem herfan borgarstjórinn hélt partý.

Thursday, October 06, 2005

Skinniðandi sokkur

Til að svara henni Hjöddu minni sem spurði um stöðu sjálfsagamála síðustu helgi þá get ég sagt að ég stóð mig nokkuð vel. Var bara heima í góðu tjilli að spjalla við sjálfa mig um heima og geima. Veit hins vegar ekki með þessa helgi. Þó svo að ég búist við nokkrum dropum af áfengi í búksa að þá held ég að villta hliðin verði tamin, eða tamdari en í september! Er reyndar núna á bókhlöðunni og var að koma úr klukkutíma langri kaffipásu með Birnu og Sverri og fannst mér ég sjá glitta í púkan í honum Svedda mínum. Held að það sé sirkustjaldið sem laðar að, kannski er það bara nafnið, hann iðar allaveganna allur í skinninu yfir einhverju! Þið vitið hvernig hann er, þið sem vitið..
Jæja, æstar bækurnar bíða...

Wednesday, October 05, 2005

Eru baunapungar betri en frostpinnar?

Jæja þá er litla systir mín flogin úr hreiðrinu og kemur ekki aftur fyrr en eftir 10 vikur, úff en það verður fljótt að líða. Þá verð ég líka komin í jólafrí, vúhú. Danaveldi hefur nú fengið hana Láru mín í hendurnar og þegar amma var að kveðja hana í gær sagði hún "..og þú ferð nú ekki að koma með neina baunapunga til Íslands!" Þá meinar hún auðvitað stráka. En hvað er málið með þetta bauna viðurnefni ég hef aldrei náð því, hehe, baunapungur það er fyndið, hehe.
Var að labba í skólann í gær kvöldi og hitti þar fyrir einn ýkt sætan kött. Ég fór eitthvað að klappa honum og tala við hann, var svo eitthvað að reyna að taka mynd af honum(með næturstillta símanum mínum) en hann vildi ekki vera kjur. Þetta var í Hljómskálagarðinum og ég hélt að ég væri ein á ferli, en nei allt í einu labbaði einhver strákur framhjá mér, akkúrat þegar ég var að segja við köttinn "vertu kjur", veit ekki hvort það kom vel út. En ég hætti að reyna að taka mynd af honum og dreif mig á námskeiðið upp í skóla. Nú, þegar það var hálfnað kemur köttur inn um gluggan og viti menn, var það ekki sama krílið og ég hafði verið að klappa, já klappa! Nema hvað, allir verða ýkt eitthvað "oh, sjáiði köttin", "oh, dúllan" , nema ég segi upphátt "hei, þetta er kötturinn sem ég var að tala við í Hljómskálagarðinum áðan". Allir hættu að horfa á köttinn og horfðu á mig í staðinn. Hvað gerist? Auðvita roðnaði ég ýkt mikið eins og vanalega og hugsaði bara inn í mér, "ég meina kötturinn sem ég var að klappa, klappa ekki tala við,hehe.." En ég sagði ekkert og námskeiðið hélt bara áfram.
Eru piparjónku einkennin að færast yfir mig eða?

Monday, October 03, 2005

Æskuminningar

Þegar ég var að labba í skólan í morgun blasti við mér risastórt sirkustjald fyrir framan Háskólan. Varð ég öll þvílíkt spennt í skinninu og hugsaði til þess yndilega tíma þegar sirkusinn kom ár eftir ár í Laugardalinn. Ohh, það var svo skemmtilegt. Man að ég fór einu sinni með æskuvinkonu minni og mamma gaf mér fimmhundruðkall til að ég gæti keypt mér eitthvað auka t.d. kandíflos eða eitthvað svoleiðis sirkuslegt. En nei, ég var nátturulega enginn venjulegur krakki og þegar sirkus var annars vegar gilti ekkert annað. Ég þurfi náttúrulega að eignast risastórt pappírslíkan af sirkusnum og öllu honum tilheyandi. Þetta var heljarinnar flykki, úr pappír, sem þurfti að setja saman og alles. Ég fór með þetta heim og ég er nokkuð viss umað mamma hafi horft á mig og bara hrist hausinn. Nú til að gera langa sögu stutta að þá setti ég líkanið aldrei saman, veit eiginlega ekkert hvað varð um það og það sem meira er, þetta sirkutjald sem ég sá í morgun inniheldur engann sirkus, heldur er það fyrir bjórsvolgrandi stúdenta sem hyggjast líkja eftir einhverri sveittri þýskri stemmningu þar um helgina...phu, það er sko ekki fyrir mig..