Tuesday, June 13, 2006

Óli og unglingavinnan

Sælt veri fólkið, þ.e.a.s. ef einhver er enn að kíkja hér inn. Ég er búin að vera löt að blogg ég veit en ég nenni ekki að tala um það. Ég er að vinna í unglingavinnunni já það er gaman. Ég er samt enginn harðhaus í því að leiðbeina þessum blessuðu unglingsskinnum. Ekki eins og tíkin sem var með mig sumarið eftir 10.bekk. Hún var sækó. Setti mig og Röggu á Svartasta Lista Ever!! fyrir að vera lengi að planta trjám. H'un fór líka uppeftir á kvöldin og gróf upp tré sem við í hópnum höfðum verið að planta um daginn og einu sinni rak hún tvo stráka því hún böstaði þá fyrir að hafa grafið nokkur tré í holu!! Spes, pælið í að nenna því. Svo einu sinni var ég með leiðbeinanda sem ég og Þurí vinkona vorum í pínu uppáhaldi hjá. Við fengum alltaf að vera inni og þrífa skúrinn ef það var ringning og svo einu sinni borgaði hann okkur 2000 kall á mann fyrir að fara heim til sín og þrífa íbúðina hans!!! Ennþá meira spes... Sá væri ekki lengi að fjúka í dag. Ég er reyndar ekkert viss um að hann hefði haldið þessari vinnu ef þetta hefði spurst út. En já þetta eru sögurnar mínar úr unglingavinnunni. Það er sko ekkert svona í hópnum okkar Óla, við viljum ekki sjá það að vera að bjóða þeim heim til okkar, hvað þá að kíkja hingað eftir vinnu til að ganga úr skugga um að allt sé gert rétt...
hér sjáið þið hann Óla sem ég vinn með. Hann mundar úðarann af snilld...