Mannfreð Hillaríusarson
"súkkulaði,súkkulaði, súkkulaði hæna. hvað er þetta græna, kallinn er að spræna"
Wednesday, August 01, 2007
Tuesday, July 24, 2007
Vá!
Er á bókhlöðunni í opnum skóm og stuttermabol en þó hettupeysu yfir og það er fokking helli, helli rigning! Meika ekki skít að fara út... hjálp!
Ég er búin að vera ýkt dugleg að leita að heimildum fyrir ba-ritgerðina mína og nú langar mig heim að borða. Omg, hvað skal gera. É' bara veit iggi!!
Hey! Hundur, lánaðu mér þetta gula!!
Sunday, July 01, 2007
Líkami og sál
Áðan var ég í himnaríki!
Já, hvar... það var ekki í faðmlögum föngulegs karlmanns, ó nei. Það var ekki upp í sófa umvafin snakkpokum og nammi og það var heldur ekki úti í náttúrunni með lóu söng í bakgrunni og vindinn leikandi um grassléttur og sóleyjarhaf (þó svo að ég væri alveg til í all of the above!)
Ég var stödd í baðstofunni í Laugum, eins klént og það hljómar. Byrjaði á þvi að fá þetta líka netta og þokkalega frábæra nudd frá virkilega föngulegum manni sem talaði ensku og vildi vera að tala um veðrið á Íslandi. En ég bara hummaði þangað til hann fattaði að ég nennti alls ekki að vera neitt að spjalla. Svo gerði hann bara vinnuna sína og ég verð að hrósa honum hér með, þú stóðst þig vel strákur! Eftir þetta himneska hálftíma nudd fór ég svo í fylgd vinkonu í baðstofuna og þar þræddum við hverja sánuna á fætur annari og prufuðum hinar ýmsu tegundir af sturtun. Lagði þó ekki í finnsku sturtuna sem er fata full af ís-ísköldu vatni, tékka á því næst. Þegar við vorum búnar að athuga með mintu-sánuna, frumskóar-sánuna, appelsínu-sánuna, allar stillingarnar á heitapottinum, hin ýmsu steypiböð og fótabaðið lögðumst við í lazy-boy stofuna þar sem arinn vermir á manni lappirnar dottaði ég aðeins og þar með lauk þessum himneska degi.
Þá er bara spurningin hvers vegna í ósköpunum maður gerir þetta ekki oftar. Ég hef alla veganna ákveðið að gera þetta tvisvar á ári hið minnsta.
þessir menn voru ekki í baðstofunni en það hefði engu að síður vakið mikla lukku ef svo hefði verið.
Sunday, June 24, 2007
Sumarið er tíminn
Sumarið er komið og það er ekkert nema gott um það að segja. Ég er nú þegar búin að gera fullt af skemmtilegum sumar tengdum hlutum og hyggst halda því áfram er fram líða stundir. Það helsta sem hægt er að telja upp er ferð vestur á Hótel Reykjanes í Ísafirði. Fór þangað með Lalla og Frikka og við skemmum okkur konunglega með "the only gay in the village" BÓKSTAFLEGA!! Mikið stuð. Þær fengu meira að segja fótanudd frá honum í 50 metra náttúrulegu lauginn sem þar er en ég var þá fjarri góðu gamni. Var upp á hótelherbergi og ætlaði aðeins að leggja mig í 10 mínútur.. en það reyndist verða öll nóttin. Í vikunni skellti ég mér svo á völlinn og sá þar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta taka það serbneska í nefið. Virkilega hressandi stemmning á sumarsólstöðum. Það er einmitt það eina sem ég er ekki að fíla þessa dagana. Málið er að ég er ekki með sólargluggatjöld í svefnherberginu mínu þannig að sólin skín inn til mín allan sólarhringinn. Verð að fara að gera eitthvað í því. Eða bara gera ekkert í því þangað til í ágúst en þá skiptir það ekki lengur máli!
Gönguferðir og hjólaferðir á Nesinu eru líka alveg málið, með litla vasaútvarpið mitt í eyrunum að hlusta á hressandi þætti á milli kl. 22-24 á rás 2. mmmhhmmm!!
Svo eru það eftir partýin sem eru einkennandi á sumrin. Ekki spillir það stemmningunni þegar farið er í sannleikann og kontór þar sem fólk situr á nærbuxunum og talar um tilfinningar sínar!
á myndinni eru ég og vinur minn í eftirpartýi rétt áður en sannleikurinn og kontór byrjaði!
Thursday, April 19, 2007
Dot a tombolu
Það er eitthvað svo yndislegt og æðislegt við það að kaupa dót á tombólu. Krakkar sem að nenna að standa í því í dag að vera að safna dóti á tombólu til þess að hanga svo fyrir utan einhverja sjoppu eða búð og reyna að selja fólki, sem yfirleitt á hraðferð, eitthvað drasl á heiður skilinn. Mér persónulega finnst ótrúlega gaman að kaupa dót á tombólu og í þau síðustu þrjú skipti sem ég hef verið stoppuð og beðin um að kaupa varning á verðbilinu 50-200 krónur hef ég ekki hugsað mig tvisvar um og snarstoppað til að kíkja hvað er í boði. Það sem ég hef haft út úr þessum viðskiptum í þessi þrjú skipti er rauð taska sem ég hef notað mikið, gulllitaðir eyrnalokkar sem ég hef ekki notað alveg eins mikið. Einhver sadisti sem aðhyllist fullyrðingunni "beauty is pain" (sem það þarf engan veginn að vera) hefur líklega búið þá til því að þeir eru klemmueyrnalokkar sem að virka svipað og það sem á skrifstofumáli er kalla gatari, meira svona eins og lélegur gatari sem að nær ekki alveg að gata í gegn...ái! Allavegana, í fyrra fjárfesti ég svo í risastóru, silfurlituðu vasadiskói og bara núna í þessari viku datt ég niður á dúndur tómbólu í Grímsbæ. Þar fann ég mega töff Star Wars armbandsúr sem að ég hef ekki látið frá mér síðustu dag og hef nú þegar bundist tilfinningaböndum. Ég mundi giska á að allur þessi varningur hafi kostað sirka 500 krónur...ha..geri aðrir betur!
Tuesday, April 03, 2007
Ófarir
Vá kreisí dagur á enda! Sem betur fer. Hann byrjaði á því í morgun að ég fór í próf í aðferðafræði sem ég var eiginlega ekkert búin að læra undir. Ætlaði að gera það á sunnudaginn en sökum yfirþyrmandi þynnku og þreytu var það gjörsamlega ógerlegt. Líkami minn bara vildi ekki standa upp úr rúminu og hvað þá labba inn í stofu til þess að taka bækurnar upp úr töskunni og fletta eitthvað í þeim, glætan! Í staðinn svaf ég til kl.18 og fór svo í lambalæri til mömmu og fékk bestu brúnu sósu sem ég hef smakkað lengi, betra en allt annað soð og majonesdrull (reyndar er mayones vinur minn) sem ég hef látið inn fyrir mínar fögru og bústnu varir!
Í morgun var ég hins vegar búin að skipuleggja gögnin mín dálítið vel fyrir prófið þannig að ég var með gott aðgengi í það að finna svörin. Snilld, þessi gagnapróf. Eftir prófið hnoðaði ég svo saman skýrslu, páerpojnt sjói og fyrirlestri sem ég var næstum því búin að kúka á mig vegna þegar talvan mín fékk drullu og vildi ekki gera eins og ég bað hana þannig að ég rétt svo náði að senda mér allt klabbið til þess að skila því og sýna samnemendum mínum í tíma. Þar lýsti ég svo óförum mínum við gerð verkefnisins sem vakti mikla kátínu í bekknum, ótrúlegt hvað fólk nennir að hlæja að óförum annarra. Ég er kannski engin undantekning þar á. Missti mig aðeins úr hlátri þegar Sibbi var að reyna að pósa sem Górilla við skrifstofustörf um daginn og ég ætlaði að taka mynd af honum en þá rak hann lúkuna sína í kaffibolla á skrifborðinu sínu sem fór allur yfir hann. Ég hló samt svo mikið, og slefaði örugglega, að ég gleymdi að smella af þannig að það er ekki til nein mynd af Zippo með górillugrímuna, allur útataður í kaffi og símtólið hangandi niður á gólf...nema í hausnum á mér.
Wednesday, March 28, 2007
Lífið, já lífið!
Jú jú, þetta blessaða heimapróf er löngu búið og ég er komin í allt annan gír. Síðasta vika fór meira og minna í það að vinna á Músíktilraunum sem er alltaf jafn gaman, sérstaklega þegar hljómsveit frá félagsmiðstöðinni minni komst í úrslit, svo er bara að bíða og sjá hvað gerist á laugardaginn en þá eru úrslitin. Það sama kvöld er líka litli bróðir minn að fara að halda upp á tvítugs afmælið sitt. Já já hann imúN litli er orðin STÓR!! Er pælingin að troða upp og gera sig að fífli eins og venjulega en það er eitt af því sem ég fíla svo vel við þetta blessaða líf, maður er alltaf að fá tækifæri til þess að gera sig að fífli. Kannski er ég bara svona lagin við að leita þess tækifæri (og ekki tækifæri) uppi. Spurning um að fara að hressa upp á stemninguna á bókhlöðunni...taka með mér apagrímuna og ponponsana og kannski taka smá einleik á nýju gulu blokkflautuna mína sem pabbi ársins hann Bjarx gaf mér, en hann gerðist pabbi nú um helgina. Til hamingju maður;-)